Mikill hraði og akstur undir áhrifum fíkniefna er talinn vera valdur umferðaslyss við Strandveg í Grafarvogi fyrr í dag. Tvennt var í BMW bifreið er keyrði á Audi jeppa milli Gylfaflatar og Hallsvegs. Ökumaðurinn, sem grunaður er um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, er á fertugsaldri en farþeginn er átján ára, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögregla handtók ökumann BMW bifreiðarinnar, en hann dvelur enn í annarlegu ástandi á slysa- og bráðadeild í Fossvogi. Hvorki hann né farþegi bílsins eru talin alvarlega slösuð. Farþegar jeppans slösuðust hvorugt en fengu áfallahjálp.
Mikil mildi þykir að farþegar bílsins, sem keyrt var á, meiddust ekki og taldi lögregla það vera því að þakka hversu stór bíll þeirra er, þar sem BMW bifreiðin var á miklum hraða þegar hann keyrði aftan á jeppann.