Rafbyssur til reynslu

Hjá ríkislögreglustjóra er nú til prófunar rafbyssur sem geta sent rafbylgjur í skotmark í allt að 10 metra fjarlægð. Rafbylgjurnar trufla tauga- og vöðvastarfsemi þess sem verður fyrir þeim, þannig að viðkomandi fellur varnarlaus til jarðar og engist þar um í nokkrar sekúndur.

Því fylgir töluverður sársauki, en á þó að vera að mestu hættulaust. Á byssunum eru upptökutæki sem taka upp hljóð og mynd um leið og kveikt er á þeim sem á að minnka hættuna á misnotkun. Þetta kemur fram í Blaðinu í dag.

Páll Winkel aðstoðarríkislögreglustjóri segir að ekki verði tekin ákvörðun um notkun rafbyssanna fyrr en að fengnu áliti lækna. Sveinn Ingiberg Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segist fagna því ef samþykki fáist fyrir notkun byssanna.

Sjá nánar í Blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert