Sex íslenskir skákmenn tefla í Lúxemborg

Sex íslenskir skákmenn taka þátt í Opna Kaupþingsmótinu sem fram fer í Luxemborg 7. - 14. júlí. Þar á meðal er Hannes Hlífar Stefánsson, Íslandsmeistari í skák, Héðinn Steingrímsson og Hjörvar Steinn Grétarsson, sem nýlega gerði fimm ára styrktarsamning við Kaupþing.

Einnig taka þátt FIDE-meistarnir Róbert Harðarson og Snorri G. Bergsson sem og Rúnar Berg.

Hannes, Héðinn og Snorri eru allir með 3 vinninga eftir fjórar umferðir og eru í 5.-21. sæti, Róbert og Hjörvar hafa 2 vinninga en þeir mætast í 5. umferð sem fram fer í dag og Rúnar hefur 1,5 vinning.

88 skákmenn taka þátt í efsta flokki mótsins og þar af eru um 20 stórmeistarar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert