Þrettán Íslendingar við störf í Afganistan

Frá Afganistan.
Frá Afganistan. Reuters

Þrettán Íslendingar eru nú að störfum á vegum Íslensku friðargæslunnar í Afganistan. „Við erum með þrjá starfsmenn í höfuðstöðvunum í Kabúl sem sinna ráðgjafar- og skrifstofustörfum á skrifstofu borgaralegra fulltrúa NATO, síðan erum við með átta starfsmenn á alþjóðaflugvellinum í Kabúl sem sinna eftirliti með vélum og tækjum og loks erum við með tvo þróunarfulltrúa í Chagcharan, höfuðborg Ghor-héraðs, þar sem við vorum áður með jeppateymi. Þróunarfulltrúarnir sinna uppbyggingar- og þróunarverkefnum á svæðinu, m.a. sjá þeir um uppbyggingu vatnsaflsvirkjana," segir Anna Jóhannsdóttir, forstöðumaður Íslensku friðargæslunnar hjá utanríkisráðuneytinu.

Aðspurð hvort ástæða sé til þess að óttast um öryggi starfsmanna Íslensku friðargæslunnar í Afganistan vegna frétta af óeirðum í landinu að undanförnu svarar Anna neitandi.

Grannt fylgst með öryggisástandinu í landinu

„Það hefur ekkert breyst varðandi öryggisástandið eða öryggismat á þessum stöðum þó það hafi verið átök í öðrum hlutum landsins," segir Anna og tekur fram að ávallt sé fylgst grannt með öryggisástandinu á hverjum tíma.

Segir hún að fyrst og fremst sé barist í suðurhluta landsins þó ávallt sé eitthvað um sprengjuárásir í Kabúl. „En okkar fólk starfar eingöngu innan höfuðstöðva NATO í Kabúl og þar er öryggisástandið metið daglega af þeim sem sjá um öryggisgæslu á svæðinu og þar hefur ekki orðið nein breyting."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert