Vegaframkvæmdum fyrir 6,5 milljarða verður flýtt

mbl.is/KG

Rík­is­stjórn­in hef­ur ákveðið að flýta vega­fram­kvæmd­um á ell­efu stöðum á land­inu og er það liður í aðgerðum til að mæta skerðingu á afla­marki á næsta fisk­veiðiári. Alls á að veita 6,5 millj­örðum króna um­fram það sem áður hafði verið ákveðið í þess­ar flýtifram­kvæmd­ir árin 2008, 2009 og 2010.

Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá sam­gönguráðuneyt­inu að með því að flýta sam­göngu­fram­kvæmd­um sé leit­ast við að draga úr áhrif­um sam­drátt­ar í fisk­veiðum um leið og ráðist sé í marg­vís­leg­ar tíma­bær­ar fram­kvæmd­ir sem til þessa hafa verið á lang­tíma­sam­göngu­áætlun en er nú flýtt veru­lega.

Fram­kvæmd­irn­ar eru flest­ar þegar inni í sam­göngu­áætlun en eitt nýtt verk­efni bæt­ist við, end­ur­bætt­ur veg­ur um Öxi. Með þess­ari ákvörðun er unnt að hefja á næst­unni und­ir­bún­ing þess­ara verk­efna og má gera ráð fyr­ir að hægt verði að aug­lýsa útboð á næstu miss­er­um.

Fjár­heim­ilda verður aflað eft­ir því sem við á ásamt því að verk­efn­in munu koma fram í til­lög­um um breyt­ing­ar á sam­göngu­áætlun sem lagðar verða fyr­ir Alþingi í haust. Tekið skal fram að eng­um fram­kvæmd­um verður seinkað vegna þess­ara breyt­inga. Einnig er vak­in at­hygli á því að á öll­um þeim svæðum sem hér er átt við eru marg­vís­leg­ar vega­fram­kvæmd­ir ýmis hafn­ar eða í sjón­máli á þessu ári.

Flýti­féð skipt­ist þannig:

  • Árið 2008 1530 millj­ón­ir króna.
  • Árið 2009 2150 millj­ón­ir króna.
  • Árið 2010 2920 millj­ón­ir króna.

Suður- og Suðvest­ur­land:
Suður­stranda­veg­ur. Veita á rúm­lega 1400 millj­ón­um króna til veg­ar­ins árin 2008, 2009 og 2010 sem þýðir að unnt verður að ljúka veg­in­um árið 2010 í stað 2015 til 2018 eins og áformað var. Veg­ur­inn er mik­il­væg­ur fyr­ir sjáv­ar­út­vegs­byggðirn­ar í Grinda­vík og Þor­láks­höfn og skap­ar mögu­leika á sam­starfi og vexti.

Vest­ur­land:
Fróðár­heiði. Tveim­ur köfl­um er ólokið, milli Eg­ils­skarðs og Sælu­húss og milli Vals­vatns og Útnes­veg­ar. Með 600 millj­óna króna fjár­veit­ingu er stefnt að því að vinna við loka­áfanga geti haf­ist árið 2009.

Vest­f­irðir:
Vest­fjarðaveg­ur. Flýtt verður fram­kvæmd­um í aust­an­verðum Þorskaf­irði og milli Vattar­fjarðar og Vatns­fjarðar. Með því verður vega­sam­band milli suður­hluta Vest­fjarða og höfuðborg­ar­svæðis­ins komið í nú­tíma­legt horf árið 2010 nema á veg­in­um milli Vattar­fjarðar og Kjálka­fjarðar þar sem ólokið er um­hverf­is­mati vegna þess kafla.

Göng milli Arn­ar­fjarðar og Dýra­fjarðar. Ekki þarf að fara mörg­um orðum um mik­il­vægi Arn­ar­fjarðarganga fyr­ir sam­göng­ur milli suður- og norður­hluta Vest­fjarða. Gert er ráð fyr­ir að flýta fram­kvæmd­um þannig að göng­um megi ljúka árið 2012 í stað 2014 og um leið verði ráðist í vega­bæt­ur á Dynj­and­is­heiði. Gert var ráð fyr­ir 3,8 millj­arða fjár­veit­ingu árin 2011 til 2014 skv. til­lögu að lang­tíma­sam­göngu­áætlun en gert er ráð fyr­ir ein­um millj­arði króna verði veitt í verkið árin 2009 og 2010.

Stranda­vegi milli Hólma­vík­ur og Drangs­ness verði að mestu lokið með bundnu slit­lagi árið 2009. Þannig er stuðlað að því að byggðin verði eitt at­vinnusvæði.

Norður- og Aust­ur­land:
Teng­ing­um Raufar­hafn­ar og Þórs­hafn­ar við hina nýju Hófa­sk­arðsleið yfir Mel­rakka­sléttu verður flýtt og henni lokið árið 2010.

Norðfjarðargöng. Veita á alls 2,3 millj­örðum til gang­anna árin 2009 og 2010 en fyrstu fjár­veit­ing­ar voru áætlaðar á ár­un­um 2011 til 2014. Með þessu er stefnt að því að göng­in verði til­bú­in árið 2012.

Detti­foss­veg­ur. Þótt þessi veg­ur tengi ekki sjáv­ar­byggðir er hann mjög mik­il­væg­ur fyr­ir vöxt og viðgang annarr­ar at­vinnu­starf­semi á þessu svæði þar sem sjáv­ar­út­veg­ur þarf að láta und­an síga. Ljúka á veg­in­um 2010.

Ax­ar­veg­ur. Veg­ur um Öxi er tal­inn hafa mikla þýðingu fyr­ir sjáv­ar­byggðir á sunn­an­verðum Aust­fjörðum og hef­ur nú­ver­andi veg­ur þegar sýnt það. Hér er áformuð mun betri teng­ing Djúpa­vogs við Hérað og jafn­vel Breiðdals­vík­ur og Hafn­ar við Mið-Aust­ur­land sem skap­ar þess­um byggðarlög­um veru­lega aukna mögu­leika til vaxt­ar. Stefnt að verklok­um árið 2011.

Hafna­mál
Sam­kvæmt nú­gild­andi hafna­lög­um er gert ráð fyr­ir að ný ákvæði þeirra um styrkt­ar hafn­ar­fram­kvæmd­ir sveit­ar­fé­laga taki gildi 1. janú­ar 2009. Að óbreyttu mun það leiða til þess að sveit­ar­fé­lög sem þegar hafa fengið heim­ild­ir til fram­kvæmda á grund­velli eldri styrkja­reglna í sam­göngu­áætlun, munu ráðast í þess­ar fram­kvæmd­ir á næsta ári, hvað sem líður tekju­sam­drætti vegna skertr­ar þorskveiði, til þess að missa ekki af þeim betri styrkj­um sem eldra kerfi fól í sér. Rík­is­stjórn­in tel­ur að eng­in ástæða sé til ann­ars en heim­ila sveit­ar­fé­lög­um sem þess óska að fresta hafn­ar­fram­kvæmd­um, sem eru nú þegar í sam­göngu­áætlun skv. eldri styrkja­regl­um tíma­bundið á meðan sam­drátt­ur afla­marks var­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert