Byrjað að spara vatn í Árborg vegna þurrka

Árborg að kvöldlagi
Árborg að kvöldlagi mbl.is/Sigurður Jónsson

Þurrviðrið að undanförnu er farið að valda vanda sums staðar, dæmi eru um að bændur séu ekki enn búnir að slá og hjá vatns- og hitaveitunni í Árborg hafa menn minnkað vatnsþrýstinginn til að draga úr notkun í görðum. Margir garðyrkjubændur eru þó ánægðir; tómatar, paprikur og gúrkur vaxa betur en nokkru sinni fyrr takist þeim að vökva nóg.

"Það eru allar skepnur komnar á vatnsveituvatn því það er hvergi neitt að hafa fyrir dýrin út um hagana, það er allt uppþornað," segir Ólafur Einarsson á Hurðarbaki, sem fylgist með vatnsbólum í Villingaholtshreppi. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri vonar að það rigni vel áður en næsta rok kemur, annars sé hætt við moldroki úr opnum jarðvegssárum. Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings gerist það ekki nema á 10-12 ára fresti að háþrýstingur haldist hér jafn lengi og raun ber vitni. Litlar breytingar séu í vændum á næstunni. "Það er spáð lítilli úrkomu, allavega hér á Suðvesturlandi," segir Trausti.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert