Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, vísar á bug gagnrýni Samtaka atvinnulífsins um að bankinn hafi nú skýrar efnahagslegar forsendur til að lækka stýrivexti. Davíð sagði í fréttum Útvarpsins, að bankann muni ekki gefa sig og lækka vexti fyrr en ljóst sé að hægt verði að halda niðri verðbólgunni.
Davíð sagði að horft verði til allra þátta við næstu vaxtaákvarðanir. Góðar efnahagslegar aðstæður séu nú til að skera niður þorskkvóta um 30% þó þær kunni að vera erfiðar á ýmsum svæðum landsins fyrir fyrirtæki og sjómenn.