Íslenskum ferðamönnum fækkar í Breiðavík

Breiðavík
Breiðavík mbl.is/Ómar

Íslenskum ferðamönnum hefur fækkað hjá ferðaþjónustunni Breiðavík í sumar en erlendum ferðamönnum hefur hins vegar fjölgað. „Það hefur verið rosaleg traffík í allt sumar og við erum mjög ánægð. En við tökum eftir því að dregið hefur úr komum Íslendinga þótt það virðist vera aukning í erlendum gestum“, segir Birna Mjöll Atladóttir staðarhaldari, í samtali við Bæjarins besta.

Aðspurð hvort mikil fjölmiðlaumfjöllun um Breiðavíkurmálið svokallaða hafi spilað þar inn í segir Birna svo tvímælalaust vera. Að sögn hennar virðist fólk ekki vilja heimsækja staðinn vegna þeirra atburða sem gerðust á meðan þar var upptökuheimili.

Birna Mjöll hefur rekið ferðaþjónustu ásamt manni sínum Keran Ólasyni í Breiðavík frá árinu 1999 og hefur ferðamönnum fjölgað með hverju árinu, samkvæmt frétt Bæjarins besta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert