Kviknaði í fuglabúri og þvotti

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í tvö útköll með dælubíl í dag. Í bæði skiptin var um eld út frá eldavélahellu að ræða. Á Gunnarsbraut í Reykjavík þegar kviknaði í fuglabúri sem lagt var á eldavélahellur, en við Kleppsvegi kviknaði í þvotti.

Búið var að slökkva eldana þegar slökkvilið bar að en reykræsta þurfti báðar íbúðir og við Kleppsveg var reykkafari sendur inn til þess að kanna aðstæður, þar sem eldurinn hafði læst sig í eldhúsinnréttingu, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert