Sáning hafin á Landeyjasandi

Landeyjasandur. Vestmannaeyjar í baksýn.
Landeyjasandur. Vestmannaeyjar í baksýn. mynd/suðurland.is

Sáning er hafin á Landeyjasandi vegna fyrirhugaðrar hafnar í Bakkafjöru og sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur samþykkt aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir höfninni, vegi frá henni og grjótnámi á Seljalandsheiði. Það er í ferli sem væntanlega lýkur áður en framkvæmdir við sjálfa höfnina hefjast, sem samkvæmt áætlun verður eftir áramót.

Bakkafjara verður í landi Rangárþings eystra og segir Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri, að sveitarstjórnin ætli ekki að verða til þess að tefja samgöngubætur við Vestmannaeyjar.

„Við höfum nýlega samþykkt aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir höfninni, vegi upp á þjóðveg 1 og grjótnámi á Seljalandsheiði þar sem sótt verður efni í hafnargarðana," sagði Unnur Brá.

Suðurland.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert