Segja neyðarástand blasa við í sjávarbyggðum

Bæjarstjórn Fjallabyggðar lýsir í ályktun yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar sjávarútvegráðherra um stórfelldan niðurskurð í þorskveiðum á næsta ári. Segir í ályktuninni, að samdrátturinn sé svo mikill, að við blasi neyðarástand í sjávarbyggðum víða um land.

Bæjarstjórnin segir, að tekjusamdráttur veiða og vinnslu sé gífurlegur og hætt við að fólk missi lífsviðurværi sitt og fólksflótti verði frá landsbyggðinni. Þá séu ótalin þau fyrirtæki sem þjónusta sjávarútveg og þeirra starfsgrundvöllur sé líka í hættu.

„Bæjarstjórn Fjallabyggðar lýsir fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni og kallar eftir skýrum svörum um mótvægisaðgerðir. Þá er ekki eingöngu átt við samgöngu- og fræðslumál. Þau eru góðra gjalda verð en létt í vasa þeirra sjómanna eða landverkafólks sem missa vinnuna, eða verða fyrir svo stórfelldri kjaraskerðingu sem hér er á döfinni," segir í ályktuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert