Skora á kvótaeigendur í Eyjum að sýna samfélagslega ábyrgð

Stjórn Drífanda stéttarfélags í Vestmannaeyjum samþykkti ályktun á fundi í dag þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna mikillar kvótaskerðingar á þorski og takmörkunum á loðnuveiðum. Skorar stjórnin á kvótaeigendur í Vestmannaeyjum að sýna samfélagslega ábyrgð og undir þessum kringumstæðum og tryggja næga atvinnu fyrir fiskvinnslufólk í Eyjum á næstu misserum þar sem nægur kvóti sé til staðar til þess, þrátt fyrir skerðingar.

Jafnframt skorar stjórn félagsins á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða nú þegar til að létta höggið er byggðalagið verður fyrir.

„Það er hægt að gera með því að minnka okrið á far- og farmgjöldum með ríkisferjunni Herjólfi og lækka þau eða fella niður, auk þess að setja nú þegar aukið fé í rannsóknir á framtíðarsamgöngumöguleikum Vestmannaeyja. Byggja þarf strax upp aukið rannsóknar og fræðastarf, hefja tilflutning á störfum til Eyja auk þess að skapa ný störf á vegum ríkisins. Ríkisstjórnin þarf að grípa til þessara aðgerða strax þar sem áhrifanna af kvótaskerðingunni gætir nú þegar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert