Þagði yfir martröðinni í tæp fjörutíu ár

Breiðavík
Breiðavík mbl.is/Ómar

„Sannleikurinn er sár en hann verður að koma fram," segir Víglundur Þór Víglundsson en hann var vistaðar í Breiðavík árin 1966 til 1968. Hann, ásamt fleirum sem hafa dvalið á upptökuheimilum, skrifar á heimasíðu Breiðavíkursamtakanna um reynslu sína af heimilunum. Ákvörðun var tekin um að nafngreina alla gerendur þar og takast á við þær afleiðingar ef einhverjir verða ósáttir við það.

„Það er auðvitað sárt fyrir afkomendur gerendanna að lesa slæmar lýsingar um skyldmenni sín en þetta er líka sárt fyrir okkur og okkar afkomendur."

Margir sem dvöldu á upptökuheimilum hafa gefið sig fram eftir opnun heimasíðunnar í fyrradag og viljað ganga í samtökin til að fá aðstoð við að takast á við þá martröð sem þeir upplifðu þar.

Hlakkaði til dvalarinnar í Breiðavík

Víglundur var sjö ára þegar hann var fyrst sendur í vistun en hann var búinn að vera vistaður á fjórum stöðum áður en hann fór til Breiðavíkur. Erfiðar heimilisaðstæður urðu til þess að hann var sendur í vistunina. Hann segir enga óreglu hafa verið á heimili sínu heldur hafi móðir hans orðið þunglynd og bitur eftir skilnað. „Hún kynntist svo öðrum manni og hef ég á tilfinningunni að ég hafi verið fyrir."

Víglundur segir sögu sína í Blaðinu í dag.

Vefur Breiðavíkursamtakanna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert