Þagði yfir martröðinni í tæp fjörutíu ár

Breiðavík
Breiðavík mbl.is/Ómar

„Sann­leik­ur­inn er sár en hann verður að koma fram," seg­ir Víg­lund­ur Þór Víg­lunds­son en hann var vistaðar í Breiðavík árin 1966 til 1968. Hann, ásamt fleir­um sem hafa dvalið á upp­töku­heim­il­um, skrif­ar á heimasíðu Breiðavík­ur­sam­tak­anna um reynslu sína af heim­il­un­um. Ákvörðun var tek­in um að nafn­greina alla gerend­ur þar og tak­ast á við þær af­leiðing­ar ef ein­hverj­ir verða ósátt­ir við það.

„Það er auðvitað sárt fyr­ir af­kom­end­ur gerend­anna að lesa slæm­ar lýs­ing­ar um skyld­menni sín en þetta er líka sárt fyr­ir okk­ur og okk­ar af­kom­end­ur."

Marg­ir sem dvöldu á upp­töku­heim­il­um hafa gefið sig fram eft­ir opn­un heimasíðunn­ar í fyrra­dag og viljað ganga í sam­tök­in til að fá aðstoð við að tak­ast á við þá mar­tröð sem þeir upp­lifðu þar.

Hlakkaði til dval­ar­inn­ar í Breiðavík

Víg­lund­ur var sjö ára þegar hann var fyrst send­ur í vist­un en hann var bú­inn að vera vistaður á fjór­um stöðum áður en hann fór til Breiðavík­ur. Erfiðar heim­ilisaðstæður urðu til þess að hann var send­ur í vist­un­ina. Hann seg­ir enga óreglu hafa verið á heim­ili sínu held­ur hafi móðir hans orðið þung­lynd og bit­ur eft­ir skilnað. „Hún kynnt­ist svo öðrum manni og hef ég á til­finn­ing­unni að ég hafi verið fyr­ir."

Víg­lund­ur seg­ir sögu sína í Blaðinu í dag.

Vef­ur Breiðavík­ur­sam­tak­anna

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert