Undrast að engum vegaframkvæmdum á Norðurlandi vestra verði hraðað

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vesta undrast, að ekki sé horft til neinna framkvæmda á Norðurlandi vestra í tillögum samgönguráðherra um hröðun vegaframkvæmda sem lið í aðgerðum til þess að mæta niðurskurði á aflaheimildum.

Segir í ályktun frá stjórninni, að sambandið hafi í vinnu við samgönguáætlun lagt mikla áherslu á ýmsar samgöngubætur. Nægi þar að nefna Hjaltadalsgöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, endurnýjun Skagastrandarvegar og lækkun vegstæðis á Holtavörðuheiði. Þá séu ótaldir ýmsir safn og tengivegir sem óvíða eru lengri en á Norðurlandi vestra.

Fyrirsjáanleg kvótaskerðing mun hafa mjög neikvæð áhrif á einstaka byggðir á Norðurlandi vestra. Nægir þar að nefna sveitarfélögin Skagaströnd, Skagafjörð og Siglufjörð. Stjórn SSNV væntir meira af stjórnvöldum en sjá má í þessum tillögum um flýtingu vegaframkvæmda og skorar á ríkisstjórnina að koma með myndarlegum hætti að þeirri alvarlegu stöðu sem nú er framundan á Norðurland vestra," segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert