Hækkandi fasteignaverð og jákvæð þróun hlutabréfamarkaða hafa gert að verkum að fimmti hver Svíi sem náð hefur 20 ára aldri er milljónamæringur. Frá þessu greinir viðskiptavefurinn E24 og skilgreinir milljónamæring sem einstakling sem á a.m.k. eina milljón sænskra króna í hreina eign.
Vitnað er í tölur frá sænsku hagstofunni og tekið fram að mikill munur sé á auðæfum fólks eftir aldri, en þriðji hver ellilífeyrisþegi er milljónamæringur skv. E24.