Flytja inn etanól

Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar.
Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar. mbl/Golli

Bílaumboðið Brimborg hefur náð samningum við olíufélagið Olís um að félagið flytji inn etanólblönduna E85 í tilraunaverkefni umboðsins. Aðspurður um tildrög innflutningsins segir Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, að nú muni "einmitt reyna á það hvaða gjöld stjórnvöld muni leggja á þetta eldsneyti". Metangasið hafi verið án gjalda og vonast Egill til að stjórnvöld sýni þessu eldsneyti sama skilning.

Eins og Morgunblaðið skýrði frá í vor hefur Brimborg áhuga á að flytja inn etanólbíla í miklu magni en til þess að það geti orðið að veruleika þarf að byggja upp dreifikerfi fyrir etanólið, sem álitinn er umhverfisvænni kostur en hefðbundið jarðefnaeldsneyti. Etanólbílar losa þannig allt að 75% minna koltvíoxíð en sambærilegir bensínbílar að sögn Egils, sem vísar til reynslu Svía af uppbyggingu slíkra dreifikerfa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert