Handtekinn tvívegis sama daginn

Karlmaður á þrítugsaldri var tekinn fyrir ölvunarakstur á Laugavegi í Reykjavík eftir hádegi í gær. Hann var færður á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa enda slompaður. Við eftirgrennslan kom jafnframt í ljós að maðurinn hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.

Manninum var síðan sleppt úr haldi en þá virðist sem hann hafi aftur tekið til við drykkju því í gærkvöld var óskað eftir aðstoð lögreglu á veitinga- og matsölustað í miðborginni. Þar lét karlmaður mjög ófriðlega og hafði m.a. slegið afgreiðslustúlku í andlitið. Reyndist þetta vera sami maður og lögregla hafði handtekið fyrr um daginn. Hann var því handtekinn öðru sinni og látinn sofa úr sér vímuna í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert