Lúxussnekkja á Ísafirði

mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Lúxussnekkjan Hanse Explorer kom til Ísafjarðar í gær en hún siglir undir fána St. John's í Nýfundnalandi. Er þetta í fyrsta sinn sem skipið heimsækir Ísland. Eigandi hennar er Þjóðverjinn Harren Partner, sem á flutningaskipafyrirtæki í heimalandi sínu, en hann siglir á skipinu með viðskiptavini og gesti sína.

Hanse Explorer er 48 metra langt og eru öll hugsanleg þægindi innanborðs. 17 manna áhöfn og 7 farþegar eru um borð.

Að sögn Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar, mun snekkjan taka hring inn í Vigur og stefna síðan til Keflavíkur. Hanse Explorer er svo væntanlegt aftur til Ísafjarðar á fimmtudag eftir viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert