Miklir möguleikar í þorskeldi

Frá þorskeldinu á Stöðvarfirði. Myndin er tekin af heimasíðu Austurbyggðar.
Frá þorskeldinu á Stöðvarfirði. Myndin er tekin af heimasíðu Austurbyggðar. mbl.is

Til lengri tíma litið getur eldisþorskur keppt við villtan þorsk en fyrst þarf mikil og kostnaðarsöm þróunarvinna að fara fram. Í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar er ekki að finna aukna áherslu á þorskeldi. Þórarinn Ólafsson, sjávarútvegsfræðingur hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Hnífsdal, segir í samtali við Blaðið stjórnvöld ekki hafa sinnt þeim metnaði sem er í greininni nægjanlega vel.

Þórarinn telur að í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðar þorskkvótans hefði átt að gera ráð fyrir stórauknum framlögum til rannsókna á þorskeldi.

„Þorskeldið getur alveg klárlega komið til móts við skerðingu á afla veiddum úti á sjó í framtíðinni," segir Þórarinn og bætir við: "Það er nauðsynlegt að hið opinbera auki framlög til þróunar á þorskeldi því það hefur setið eftir. Þetta er þróunarvinna og því óhemjudýr. Því miður hafa stjórnvöld ekki fylgt eftir þeim metnaði sem verið hefur í greininni." Þórarinn kveðst vera orðinn langþreyttur á aðgerðaleysi stjórnvalda í þessum málum.

Sjá nánar í Blaðinu í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert