Steig í hver við Mývatn

Bíllinn, sem brann í Fljótsdal í morgun.
Bíllinn, sem brann í Fljótsdal í morgun. austurglugginn.is/Gunnar

Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar, er nú á leið til Reykjavíkur frá Neskaupstað með tvo menn með brunasár. Annar maðurinn mun vera mikið brenndur á andliti eftir að eldur kom upp í bíl, sem hann var í, og höndum en hinn brenndist á fæti þegar hann lenti ofan í hver í nágrenni Mývatns.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var þyrlan kölluð út um klukkan ellefu í morgun til að sækja annan manninn á Neskaupsstað. Sá er á þrítugsaldri en hann brenndist þegar eldur kviknaði í bíl, sem stóð utan við hús í Fljótsdal í morgun. Frekari upplýsingar um meiðsl hans liggja hins vegar ekki fyrir.

Þegar þyrlan var komin hálfa leið bárust upplýsingar um að annar maður með brunasár á fæti væri einnig á Neskaupsstað. Mun hann hafa stigið ofan í hver við Mývatn í gær en keyrt áfram til Neskaupsstaðar þar sem hann leitaði sér læknisaðstoðar í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert