Talsverður erill hjá lögreglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við göngueftirlit.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við göngueftirlit. mbl/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Talsverð ölvun hefur verið, heimilisófriður og þá hefur lögreglan einnig haft afskipti af einstaklingum á vergangi. Einn var handtekinn eftir að hafa keyrt undan lögreglu á ofsahraða frá Gullinbrú í Grafarvogi að Skeiðarvogbrú við Miklubraut.

Ökumaðurinn virt ekki stöðvunarmerki lögreglu og er grunaður um ölvun. Hann var sviptur ökuréttindum og má búast við að ökutæki hans verði gert upptækt að sögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert