Framkvæmdir við Stekkjarbrekkur vestan Vesturlandsvegar eru nú í fullum gangi en þar er verið að reisa gríðarstórt verslunarhúsnæði sem mun m.a. hýsa verslun Rúmfatalagersins og The Pier. Búið er að reisa stálgrind hússins en fullbúið mun húsið vera rúmir 38.000 fermetrar að flatarmáli á einni hæð.
Að sögn Arnars Hallssonar, framkvæmdastjóra Stekkjarbrekkna ehf., sem er verkkaupi framkvæmdanna, hafa framkvæmdir gengið vel í sumar enda hefur veðrið með afbrigðum gott. Sumarið hefur því bætir upp þann tíma sem glataðist þegar framkvæmdir voru stöðvaðar um áramótin vegna óblíðrar veðráttu. Framkvæmdirnar hófust hinsvegar á ný eftir páska og hafa rúmlega 30 manns unnið að þeim að undanförnu, en sá fjöldi mun hinsvegar tvöfaldast á næstunni að sögn Arnars.
Þegar er hafist handa við að leggja þak hússins og reiknar Arnar með því að búið verði að loka húsinu í september. Húsið mun koma til með að verða 470 metra langt.
Áætluð verklok eru mitt ár 2008.