Athugar upplýsingaleka innan lögreglu

Haraldur Johannessen,ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannessen,ríkislögreglustjóri. mbl/Júlíus Sigurjónsson

Embætti ríkislögreglustjóra athugar meintan upplýsingaleka innan lögreglu höfuðborgarsvæðisins, þar sem upplýsingar sem birtust í DV kunna að hafa orðið til þess að tveir menn voru sýknaðir af ákæru um innflutning á fjórum kílóum af kókaíni.

Í frétt Fréttastofu Útvarps sagði að ríkislögreglustjóri hefur falið lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að kanna innan lögreglunnar, hvort upplýsingar af rannsókn málsins hafi verið veittar, en hefur ekki enn fyrirskipað rannsókn á málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert