Farþegar Iceland Express fá að fara hraðleið í gegnum öryggiseftirlit

Flugvél Iceland Express
Flugvél Iceland Express

Farþegum Iceland Express gefst nú kostur á að velja sætisnúmer í vélum félagsins við kaup á farmiða. Í kaupbæti er hraðleið í gegnum öryggisleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þessir farþegar komast þannig hraðar í gegnum öryggiseftirlit flugstöðvarinnar.

„Við bjóðum ekki upp á sérstök viðskipta- eða forgangssæti í okkar vélum en með því að velja sætisnúmer geta farþegar fengið aðgang að hraðleið öryggisleitarinnar. Hraðleið í öryggisleit er mörgum farþegum okkar þegar að góðu kunn en allir farþegar Iceland Express njóta hraðleiðarþjónustu í öryggisleit Stansted-flugvallar á Englandi og hafa gert frá því í júní síðastliðnum,“ segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, í fréttatilkynningu.

Vefur Iceland Express

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert