Fjarlægðu hraðahindrun

Tveir sautján ára pilt­ar fjar­lægðu hraðahindr­un í Mos­fells­bæ í nótt. Til þeirra sást og hafði lög­regla hend­ur í hári þeirra skömmu síðar. Pilt­arn­ir báru því við að vin­ir þeirra hefðu skemmt bíl­ana sína á þess­ari hindr­un og því ákváðu þeir að taka lög­in í sín­ar hend­ur, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu.

Þeim var gerð grein fyr­ir að svona fram­koma væri með öllu óheim­il, að sögn lög­reglu, en mála­lykt­ir urðu síðan þær að pilt­arn­ir skiluðu hraðahindr­un­inni og komu henni aft­ur fyr­ir á sín­um stað. Um var að ræða svo­kallaða hraðahindr­un­ar­k­lossa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert