Kaupvangsstræti 6 var að miklu leyti tekið í notkun í gær eftir endurbætur og mun nú hýsa veitingastaðinn Friðrik V. Húsið er breytt að innan jafnt sem utan, en ytra heldur það að stórum hluta af upprunalegu útliti sínu.
Á efri hæð hússins, sem búið er að taka í notkun, er veitingasalur, veislusalur, bar, eldhús, starfsmannaaðstaða, móttaka og salerni. Á neðri hæðinni verður sælkeraverslun og hádegisverðarstaður, en lokið verður við að innrétta þá hæð í mánaðarlok, að sögn Arnrúnar Magnúsdóttur, annars eiganda veitingastaðarins Friðriks V.
Framkvæmdir við húsið hófust í byrjun mars en í febrúar undirrituðu staðurinn og KEA samning um verkefnið og leigu hússins til 10 ára. Verkið var því fljótunnið og klárað þegar háannatími ferðamennskunnar á Akureyri er ríkjandi. Fyrstu tvo dagana eru væntanlegir á fjórða hundrað gestir á veitingastaðinn.
& Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.