Einn umsækjandi, sr. Hjálmar Jónsson, er um embætti sóknarprests Dómkirkjuprestakalls í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra sem veitt er frá 1. október 2007. Umsóknarfrestur rann út 10. júlí síðastliðinn. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson, sóknarprestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, mun láta af störfum í lok sumars og fer á eftirlaun. Jakob var skipaður sóknarprestur við Dómkirkjuna í Reykjavík þann 15. júní 1989 og hefur því gegnt því embætti í 19 ár. Hjálmar Jónsson er prestur við Dómkirkjuna.
Kirkjumálaráðherra veitir embættið að fenginni umsögn valnefndar. Í valnefnd sitja níu fulltrúar prestakallsins auk prófasts Reykjavíkurprófastsdæmis vestra og vígslubiskups í Skálholti.