Landmælingar Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg í samstarf

Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga og Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar.
Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga og Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar.

Landmælingar Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa ákveðið með samningi, sem undirritaður var í dag, að efla samstarfs sitt til að auka notkun korta og annarra landupplýsinga í starfsemi björgunarsveita á Ísland. Samstarf þetta er þróunarverkefni í þágu almannaöryggis og er meginmarkmiðið að auka og bæta upplýsingastreymi til björgunaraðila, að því er segir í tilkynningu.

„Starfsemi Slysavarnafélagsins Landsbjargar er mjög umfangsmikil og í slíku starfi þarf oft að nota kort til að skipuleggja flókin verkefni. Alls eru meðlimir í Slysavarnafélaginu Landsbjörg um 18 þúsund og starfa þeir langflestir sem sjálfboðaliðar í björgunarsveitum og slysavarna- og unglingadeildum víðsvegar um landið," samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert