Lygamælir slær met

Ekki víða 68 stiga hiti eins og í Reykjavík
Ekki víða 68 stiga hiti eins og í Reykjavík mbl.is/Frikki

Þeim sem áttu leið fram hjá flettiskilti við Kringluna í gær hefur eflaust brugðið nokkuð í brún þegar þeir sáu hitamælinn sem trónir ofan á skiltinu. Víst er að nokkrum hefur fundist heitt, enda heiðskírt og samkvæmt tölum Veðurstofunnar um 15 stiga hiti en vafalaust hefur fáum dottið í hug að hitinn væri jafnhár og mælirinn gaf til kynna.

Hefði sú verið raunin mættu Íslendingar vera stoltir af því að slá heimsmet, en hæsti hiti sem hingað til hefur mælst á jörðinni er 57,7 gráður en það var í Líbýu í Afríku.

Skýringuna er þó ekki að finna í dularfullum kenningum eða skyndilegri aukningu gróðurhúsaáhrifa heldur einfaldlega góðri og gamaldags tæknibilun

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert