Malbikunarefni að verða uppurið

Efni til malbikunar er að verða uppurið á landinu. Búast má við töfum á framkvæmdum víða um land og sums staðar þarf að stöðva þær algjörlega. Júlímánuður er jafnan talinn hagstæðasti mánuðurinn til malbikunarframkvæmda.

Ástæða þessa er að skip hollensks skipafélags sem Skeljungs skiptir við, kom ekki á tilsettum tíma með asfalt til landsins og kemur ekki fyrr en undir lok mánaðarins, samkvæmt frétt Fréttastofu útvarpsins. Hlaðbær Colas, stærsta malbikunarstöð landsins, þarf að draga úr starfsemi sinni og nemur tjón fyrirtækisins líklega tugum miljónum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert