Matvæli dýrust á Íslandi

mbl.is/Jim

Verð á mat­væl­um var hæst á Íslandi í evr­ópskri könn­un á verði mat­væla, áfeng­is og tób­aks, sem gerð var vorið 2006. Af þeim ríkj­um sem þátt tóku var hlut­falls­legt verðlag mat­væla á Íslandi hæst eða 61% hærra en að meðaltali í þeim 25 ríkj­um sem til­heyrðu Evr­ópu­sam­band­inu. Í Nor­egi var verðlag 56% hærra, í Dan­mörku 39% hærra en tæp­um 20% hærra í Svíþjóð og Finn­landi.

Í frétt á vef Hag­stofu Íslands kem­ur fram að sam­an­b­urður­inn náði til Íslands auk 36 annarra Evr­ópu­ríkja, það er 27 nú­ver­andi ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins, Nor­egs og Sviss, Alban­íu, Bosn­íu Her­segóvínu, Króa­tíu, Makedón­íu, Serbíu, Svart­fjalla­lands og Tyrk­lands. Hag­stofa Evr­ópu­sam­bands­ins, Eurostat, hafði um­sjón með könn­un­inni.

„Miklu máli skipt­ir fyr­ir niður­stöður sam­an­b­urðar­ins hvaða tíma­bil er miðað við, sér­stak­lega á Íslandi þar sem gengi krón­unn­ar breyt­ist mikið og jafn­framt hef­ur lækk­un virðis­auka­skatts 1 mars 2007 áhrif.

Í könn­un­inni var miðað við meðal­verðlag og meðal­gengi árs­ins 2006. Verð á mat­væl­um lækkaði um 2,7% frá ár­inu 2006 til maí 2007 en gengi ís­lensku krón­unn­ar hækkaði um 3,2% á sama tíma­bili. Miðað við þess­ar for­send­ur ásamt verð- og geng­isþróun í hinum lönd­un­um, var hlut­falls­legt verðlag á Íslandi held­ur lægra í maí 2007 en það var í könn­un­inni árið 2006, eða 57% hærra en að meðaltali í 25 ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins," að því er seg­ir í frétt Hag­stofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert