Reglugerð um greiðslumark mjólkur verðlagsárið 2007-2008 hefur nú verið gefin út en helstu breytingar á reglugerðinni eru þær að greiðslumarkið hækkar um 1 milljón lítra, fer úr 116 í 117 milljónir lítra sem er aukning upp á 0,86% frá fyrra ári. Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda.
Beingreiðsla á lítra verður kr. 34,30 miðað við vísitölu neysluverðs í júlí 2007. Þá kemur í fyrsta skipti til greiðslu svokallaður óframleiðslutengdur og/eða minna markaðstruflandi stuðningur en í þann lið eru settar rúmlega 58 milljónir kr.