Starfsemi hefst með sumarleyfum

Húsnæði Iðntæknistofnunar
Húsnæði Iðntæknistofnunar mbl.is/Eyþór

Hinn 1. ágúst næstkomandi hefst formlega starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, sem verður til við sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Í auglýsingu frá Iðntæknistofnun í Morgunblaðinu í gær segir þó að vegna sumarleyfa verði stofnunin í raun lokuð til þriðjudagsins 7. ágúst, en skiptiborð taki við skilaboðum þangað til.

Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum laga um stofnun fyrirtækisins sem sett voru í mars eiga starfsmenn þeirra stofnana sem nú leggjast af rétt á starfi hjá Nýsköpunarmiðstöðinni með sömu ráðningarkjörum og áður giltu, en Þorsteinn Ingi Sigfússon, nýskipaður forstjóri stofnunarinnar, segir að mjög erfitt hafi reynst að manna fyrirtækið þessa fyrstu daga eftir formlega opnun, vegna sumarleyfa.

Eiginleg starfsemi hefst því ekki fyrr en viku eftir formlega opnun. Nýskipunarmiðstöð Íslands er ætlað að styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs og styðja við frumkvöðla og sprota- og nýsköpunarfyrirtæki, auk þess að stunda tæknirannsóknir og greiningar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert