Valgerður Sverrisdóttir undrast ummæli iðnaðarráðherra um Rio Tinto

Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, og Michel Jacques, forstjóri …
Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, og Michel Jacques, forstjóri Alcan Primary Metal Group. mbl.is/Sverrir

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi iðnaðarráðherra, undrast ummæli Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, um sameinað fyrirtæki Rio Tinto - Alcan. Hún spyr hvort ríkisstjórnin sé sammála um að vilja reka fyrirtækið úr landi. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Á vef RÚV kemur fram að Össur var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1 í morgun. Þar sagði hann að reynslan af Rio Tinto, sem í gær gerði yfirtökutilboð í Alcan, sem rekur álverið í Straumsvík, sé ekki góð og að hann hafi ekki hafa áhuga á að fá hingað til lands fyrirtæki sem umhverfisverndarsamtök hafa þurft að berjast við árum saman. Hann sagði fyrirtækið ekki henta á Íslandi því það reisi stór álver, samkvæmt vef RÚV.

Valgerður Sverrisdóttir undrast þessi orð ráðherrans mjög og spyr hvort ríkisstjórnin sé með þessum orðum að reka álverið í Straumsvík úr landi. Þar starfi um 500 manns, tekjur Hafnarfjarðar af álverinu eru um 100 milljónir á ári og viðskipti þess við önnur fyrirtæki hér á landi nemi miljörðum, segir Valgerður. Hún segir þessi orð einnig sérkennileg í ljósi yfirvofandi samdráttar í þorskveiðum, að því er fram kemur á vef RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert