Veiðiköttur komst aftur heim

Eftir Unu Sighvatsdóttur

unas@mbl.is

Kötturinn fer sínar eigin leiðir, segir máltækið og á það ekki síst við um læðuna Kisu, sem hvarf frá heimili sínu á skógræktarstöðinni Hvammi í Skorradal fyrr í sumar. Sumarbústaðaeigendur í landi Dagverðarness í Skorradal urðu varir við Kisu vælandi undir sólpalli og grunaði að hún rataði ekki heim þegar hún hafði ekki hreyft sig undan pallinum í rúman sólarhring.

Jóhann Páll Valdimarsson, sumarbústaðaeigandi, reyndi í einn og hálfan tíma að lokka köttinn undan pallinum en tókst ekki. "Svo fór ég aftur upp eftir daginn eftir og þá var kötturinn enn á sama stað og tókst mér þá, á löngum tíma, að vinna traust hans. Ég sá strax að þetta var ekki villiköttur, hann var mjög mannelskur og kelinn." Jóhann er sjálfur mikill kattavinur og kunni ekki við annað en að taka Kisu með heim til Reykjavíkur og leita til Kattholts. Þar hafði hinsvegar ekki verið auglýst eftir honum, svo Jóhann tók ráðin í sínar hendur og birti stóra auglýsingu í Morgunblaðinu í von um að ná til eigenda kattarins. "Ég var staðráðinn í því að gera það sem í mínu valdi stóð til að koma kettinum til síns heima. Það var líka skemmtilegt að sjá að þetta svínvirkaði."

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert