Vill leyfa póstverslun með lyf

Lúðvík Bergvinsson.
Lúðvík Bergvinsson.

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagðist í viðtali við Ríkisútvarpið ætla að beita sér fyrir breytingum á lyfjalögum svo póstverslun með lyf frá öðrum löndum verði leyfileg. Formaðurinn segist vilja leyfa verslun með lyf frá ríkjum þar sem er viðurkennt lyfjaeftirlit.

Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður, segir það ekki markmið lyfjalaga að íslenskur almenningur greiði meira fyrir lyf en aðrar þjóðir. Hann vill því leyfa póstverslun með lyf frá öðrum löndum, þar sem viðurkennt lyfjaeftirlit er til staðar. Slík breyting á lyfjalögum myndi gera íslenskum lækni í Svíþjóð kleyft að halda áfram rekstri póstverslunarinnar Mínlyf, sem Lyfjastofnun úrskurðaði ólöglega í vikunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka