150 manna unglingapartý leyst upp

mbl.is/Júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leysti í nótt upp 150 manna stjórnlaust unglingapartí í heimahúsi í fjölbýlishúsi Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar hafði henni um tvöleytið borist kvörtun um hávaða og þegar komið var á staðinn sá lögregla hvers eðlis var og ákváð að leysa upp partíið.

Enginn fullorðinn ábyrgðarmaður fyrir skemmtanahaldinu reyndist á staðnum, en haft var upp á foreldrum húsráðanda.

Lögreglan handtók unglingsstúlku sökum ölvunarástands og óláta, þar sem hún veittist að lögreglumönnum. Við þetta brást önnur stúlka ókvæða við og reyndi að frelsa vinkonu sína úr höndum lögreglu með því að veitast að lögreglunni og kasta m.a. eggjum í bifreið lögreglunnar.

Var hún sökum þessa einnig handtekin. Gistu þær fangaklefa lögreglunnar, annars vegar vegna ölvunarástands og hins vegar brota sinna, en þær voru yfirheyrðar í gær.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar eru stúlkurnar báðar sakhæfar, þ.e. eldri en 15 ára, og gætu því báðar átt yfir höfði sér sekt vegna framferðis síns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka