Aðgerðasamtökin Saving Iceland halda götupartý

Aðgerðarsinnar Saving Iceland.
Aðgerðarsinnar Saving Iceland.

Alþjóðlegu aðgerðasamtökin Saving Iceland standa fyrir götupartýi við goshver Perlunnar Öskjuhlíð í dag klukkan fjögur. Segir í fréttatilkynningu að um evrópska mótmælahefð sé að ræða.

„Þetta byggir á evrópskri mótmælahefð, „að taka göturnar aftur“ eða „Reclaiming the street“. Þegar upp er staðið er það á götum borganna sem staðið er gegn yfirvaldinu. Það er á þeim sem daglega lífið fer fram, því þarf að breyta þeim í svæði þar sem fólk getur notið lífsins, skapað og nært sig andlega“ segir Sigurður Harðarson frá Saving Iceland,alþjóðleg herferð til að verja náttúru Íslands, í fréttatilkynningu samtakanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert