Algengt að erlendir ökumenn velti bílum á malarvegum

Lögreglan á Hvolsvelli segir erlenda ferðamenn keyra áberandi hraðar en …
Lögreglan á Hvolsvelli segir erlenda ferðamenn keyra áberandi hraðar en aðrir. mbl/Júlíus Sigurjónsson

Jeppi valt í Fljótshlíð í dag. Fjórir farþegar voru fluttir á heilsugæsluna á Hvolsvelli. Fólkið eru erlendir ferðamenn sem keyrðu á bílaleigubíl. Segir lögregla um reynsluleysi ökumanna að ræða, þar sem óhappið varð þar sem vegur skiptist frá malbiki í malarveg.

Lögreglan á Hvolsvellir segir algengt að erlendir ferðamenn velti bílum sínum þegar þeir keyra inn á malarkafla á vegum. Þá segir hún mikið um að erlendir ferðamenn keyri of hratt. 22 af 30 ökumönnum sem teknir voru fyrir of hraðan akstur í nágrenni Hvolsvallar í gær voru ferðamenn. Í dag var einn erlendur ferðamaður tekinn á 146 km hraða. Slíkar tölur eru nánast daglegt brauð, segir lögreglan á Hvolsvelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert