Lífhættulega brenndur eftir gassprengingu

Maður sem brenndist illa í gassprengingu í Fljótsdal á fimmtudag er nú haldið sofandi í öndunarvél. Hann hlaut lífshættuleg brunasár og telja læknar að ranglega hafi verið brugðist við því ekki var kallað á lækni og keyrði félagi hans hann á Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupsstað.

Í frétt Fréttastofu útvarps segir að mennirnir hafi keyrt fram hjá heilsugæslunni á Egilsstöðum og alla leið í Neskaupsstað, eða í hálfa aðra klukkustund. Þá fyrst var farið að kæla brunasárin. Síðar um daginn var maðurin sendur með sjúkraþyrlu til Reykjavíkur og liggur nú þungt haldinn með lífshættuleg brunasár á gjörgæslu Landspítalans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka