Lifnar yfir Mývatni

Frá Mývatni
Frá Mývatni mbl.is/Birkir

eftir Önund Pál Ragnarsson

onundur@mbl.is

DR. Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, segir mikla uppsveiflu í lífríkinu við vatnið en fyrstu merki hennar fóru að sjást fyrir tveimur árum. Að hans sögn eru mýfluga og önnur áta í vatninu í mikilli framför og mun bráðlega ná hámarki.

Varp flestra andartegunda segir hann sterkt þetta árið og gróskan í kringum vatnið er mikil. Mývetningar kalla hana ætíð mýgras því flugan klekst í vatninu og þjónar svo hlutverki næringar fyrir fisk, fugl og gróður í og við Mývatn. "Það er mikill sveiflugangur í lífríkinu hér og nú er komið að næstu uppsveiflu. Hún er þó óvenjulega mikil nú. Að jafnaði hefur mý verið að koma upp úr vatninu í um tvær vikur á vorin en nú mokaðist það upp í fimm vikur," segir Árni.

Tengdist líklega kísiliðjunni

Niðursveiflur segir hann hafa verið orðnar mjög djúpar og þeirrar þróunar hafi fyrst gætt upp úr 1970. Hann telur annað ólíklegt en að niðursveiflan tengist kísiliðjunni, en hún tók til starfa árið 1967.

Árni Halldórsson, bóndi í Garði I við Mývatn, segist alltaf hafa haldið því fram að hrun mýflugunnar, fiskdauðinn og fugladauðinn hafi verið kísiliðjunni að kenna.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert