eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
DR. Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, segir mikla uppsveiflu í lífríkinu við vatnið en fyrstu merki hennar fóru að sjást fyrir tveimur árum. Að hans sögn eru mýfluga og önnur áta í vatninu í mikilli framför og mun bráðlega ná hámarki.
Varp flestra andartegunda segir hann sterkt þetta árið og gróskan í kringum vatnið er mikil. Mývetningar kalla hana ætíð mýgras því flugan klekst í vatninu og þjónar svo hlutverki næringar fyrir fisk, fugl og gróður í og við Mývatn. "Það er mikill sveiflugangur í lífríkinu hér og nú er komið að næstu uppsveiflu. Hún er þó óvenjulega mikil nú. Að jafnaði hefur mý verið að koma upp úr vatninu í um tvær vikur á vorin en nú mokaðist það upp í fimm vikur," segir Árni.
Árni Halldórsson, bóndi í Garði I við Mývatn, segist alltaf hafa haldið því fram að hrun mýflugunnar, fiskdauðinn og fugladauðinn hafi verið kísiliðjunni að kenna.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.