Mótmælendur Saving Iceland loka Snorrabraut

Lögregla tók á mótmælendum.
Lögregla tók á mótmælendum. mbl/Frikki

Aðgerðarsam­tök­in Sa­ving Ice­land stóðu fyr­ir götupartýi í Öskju­hlíð í Reykja­vík í dag. Hóp­ur­inn hef­ur nú fært sig niður á Snorra­braut, sem er lokuð til norðurs við Flóka­götu. Þrír hafa verið hand­tekn­ir fyr­ir að veit­ast að lög­reglu við skyldu­störf, að sögn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Mik­ill viðbúnaður lög­reglu er á svæðinu. Við Bergþóru­götu eru nokkr­ir tug­ir mót­mæl­enda sem syngja og dansa upp á bíl­um. Í frétt­um Útvarps­ins sagði að hóp­ur­inn hafi ætlað ganga niður Laug­ar­veg en lög­regl­an hafi komið í veg fyr­ir það.

Þá voru mót­mæl­end­ur með hljóðkerfi í bíl, sem lög­regla bað þá um að slökkva á. Þegar því var ekki hlýtt braut lög­regla rúðu bíls­ins og kippti lykl­un­um úr, að sögn sjón­ar­votts.

Umhverfisverndar sinnar mótmæla við Snorrabraut í Reykjavík.
Um­hverf­is­vernd­ar sinn­ar mót­mæla við Snorra­braut í Reykja­vík. mbl/​Sverr­ir Vil­helms­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert