Óvenjulegt gæludýr frá Vestfjörðum

Sólrún Eva og Hinrik Logi með gæsarungann sinn.
Sólrún Eva og Hinrik Logi með gæsarungann sinn. mbl.is/Ólafía Herborg

Systkinin Sólrún Eva og Hinrik Logi Árnabörn eiga óvenjulegt gæludýr. Þegar þau ferðuðust ásamt fjölskyldu sinni um Vestfirði í sumar rákust þau á yfirgefinn gæsarunga. Þau ákváðu að fóstra ungann og býr hann nú í búri á heimili þeirra á Egilsstöðum.

Að sögn Sólrúnar Evu er unginn mjög kelinn og kann vel við sig í fangi hennar. Framtíð hans er tryggð því í lok sumars flytur gæsarunginn í dýragarðinn á Klaustursseli.

Þau Sólrún Eva og Hinrik Logi kenna unganum alla þá góðu siði sem gæsarungar eiga að kunna, að borða gras og að synda í tjörninni í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert