Ríkisstjórnin léttir skuldir Byggðastofnunar

Þorskur í kassa.
Þorskur í kassa. AP

Iðnaðarráðherra segir ríkisstjórnina ætla að aflétta hluta skulda Byggðastofnunar svo hún geti sinnt mótvægisaðgerðum vegna skerðingar á þorskkvóta næsta fiskveiðiárs.

Össur Skarphéðinsson sagði í fréttum Útvarps að meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar til að bregðast við samdrætti í þorskaflaheimildum væri meðal annars að aðstoða verulega skuldsett sjávarútvegsfyrirtæki á landbyggðinni.

Sagði Össur bankamenn skilja ábyrgð sína og vera tilbúna til að teygja sig langt í samstarfi við Byggðastofnun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert