Fornleifarannsóknir á Strákatanga í Bjarnarfirði á Stöndum hafa leitt í ljós að hvalveiðistöðvar erlendra manna á svæðinu á sautjándu öld voru stærri og fleiri en hingað til hefur verið talið. Ragnar Edvardsson, fornleifafræðingur og nýráðinn minjavörður Vestfjarða, segir rannsóknir á svæðinu benda til þess að Baskar og síðar Hollendingar hafi rekið stöðvarnar og að þeir hafi haft samskipti við Íslendinga. Þetta megi m.a. sjá af því að við byggingar húsa á svæðinu hafi bæði verið notaðar íslenskar og erlendar aðferði. Þá segir hann að þessi samskipti hafi verið svo umfangsmikil að þau hafi í raun verið stóriðja þess tíma.
Ragnar vinnur einnig að fornleifarannsóknum á Grænlandi og í Færeyjum og segir nútímamenn geta lært margt af örlögum norrænna manna á Grænlandi. Hann greinir nánar frá störfum sínum og mikilvægi þeirra í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.