Stóriðja sautjándu aldar á Ströndum

00:00
00:00

Forn­leifa­rann­sókn­ir á Stráka­tanga í Bjarnar­f­irði á Stönd­um hafa leitt í ljós að hval­veiðistöðvar er­lendra manna á svæðinu á sautjándu öld voru stærri og fleiri en hingað til hef­ur verið talið. Ragn­ar Ed­vards­son, forn­leifa­fræðing­ur og nýráðinn minja­vörður Vest­fjarða, seg­ir rann­sókn­ir á svæðinu benda til þess að Bask­ar og síðar Hol­lend­ing­ar hafi rekið stöðvarn­ar og að þeir hafi haft sam­skipti við Íslend­inga. Þetta megi m.a. sjá af því að við bygg­ing­ar húsa á svæðinu hafi bæði verið notaðar ís­lensk­ar og er­lend­ar aðferði. Þá seg­ir hann að þessi sam­skipti hafi verið svo um­fangs­mik­il að þau hafi í raun verið stóriðja þess tíma.

Ragn­ar vinn­ur einnig að forn­leifa­rann­sókn­um á Græn­landi og í Fær­eyj­um og seg­ir nú­tíma­menn geta lært margt af ör­lög­um nor­rænna manna á Græn­landi. Hann grein­ir nán­ar frá störf­um sín­um og mik­il­vægi þeirra í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert