Halda eldinum í skefjum við Grundartanga

Frá sinubruna á Hólmsheiði nýlega
Frá sinubruna á Hólmsheiði nýlega mbl.is/Árni Sæberg

Gera má ráð fyrir að fljótlega takist að ráða niðurlögum sinuelds við Grundartanga, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi. Að sögn lögreglunnar er um fremur stórt svæði að ræða, 3-4 hektarar lands en þar sem skurðir umlykja svæðið má búast við því að það takist að slökkva eldinn fljótlega.

Slökkviliðið á Akranesi ásamt björgunarsveitinni á Akranesi er að störfum á svæðinu auk lögreglunnar í Borgarnesi. Jafnframt hafa bændur á nærliggjandi bæjum komið með haugsugur á svæðið og gengur slökkvistarf greiðlega.

Lögregla mun vakta svæðið í nótt til þess að fylgjast með því hvort eldur blossi upp á nýjan leik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert