Gröfur og grjót taka á móti skemmtiskipagestum

00:00
00:00

Fjög­ur skemmti­ferðaskip liggja nú við Reykja­vík­ur­höfn með hátt á fjórða þúsund farþega inn­an­borðs. Stærst skip­ana er Mas­da­am, sem 220 metra langt og rúm­ar 1700 farþega.

Um­hverfið er ekki hlý­legt sem tek­ur á móti gest­um þriggja skemmti­ferðaskipa, sem liggja við Sunda- og Skarfa­bakka. Útsýnið frá land­gang­in­um er yfir verk­smiðju­svæði og bygg­inga­fram­kvæmd­ir Eim­skipa og Hampiðjunn­ar. Þá er ör­yggis­eft­ir­lit við skip­in í litl­um vinnu­skúr­um við víga­leg­ar girðing­ar.

Við hliðina á mann­virkj­um fyr­ir­tækj­anna byggja Faxa­flóa­hafn­ir mót­tökumiðstöð fyr­ir gesti skip­anna í því skyni að bæta aðstöðuna. Eng­ar al­menn­ings­sam­göng­ur ganga um hafn­ar­svæðið, en ferðaskrif­stof­ur út­vega skutl­ur sem ganga reglu­lega niður í miðbæ borg­ar­inn­ar, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá hafn­ar­yf­ir­völd­um.

Gest­irn­ir létu það þó ekki á sig fá. Þau sögðu fram­kvæmd­irn­ar vera til marks um vöxt­inn í ís­lensku sam­fé­lagi og lýstu ánægju sinni með það.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert