Hundurinn Lúkas á lífi

Um hundrað manns tóku þátt í kertavöku á Akureyri til …
Um hundrað manns tóku þátt í kertavöku á Akureyri til minningar um hundinn Lúkas, sem nú er sagður á lífi mbl.is/Skapti

Til­kynnt var í dag til lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri að Lúkas, um árs­gam­all hund­ur af kyn­inu Chinese Crested hefði sést fyr­ir ofan bæ­inn á lífi. Að sögn Gunn­ars Jó­hanns­son­ar yf­ir­manns rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri var haft sam­band við eig­and­ann sem fór á staðinn og mun vera full­viss um að þar sé hund­ur­inn á ferð. Lúkas er sagður stygg­ur, enda hef­ur hans verið saknað síðan í maílok, og hef­ur enn ekki tek­ist að ná hon­um.

Í tölvu­pósti sem gekk manna á milli á net­inu í júní sagði að sést hefði til ungra manna með hund­inn á bíla­dög­um á Ak­ur­eyri helg­ina 15. til 17. júní sl. Þá sagði að þeir hefðu drepið hund­inn á hrotta­leg­an hátt með því að setja hann í íþrótta­tösku og sparka á milli sín. Drápið var kært til lög­reglu, en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá rann­sókn­ar­deild er rann­sókn­in nú í biðstöðu.

Málið vakti mikla at­hygli og óhug og var mikið skrifað um hið meinta hunds­dráp á spjallsíðum og blogg­um. A.m.k. einn meintra gerenda var nafn­greind­ur á net­inu og bár­ust hon­um al­var­leg­ar hót­an­ir, m.a. líf­láts­hót­an­ir í kjöl­farið. Kerta­vök­ur voru haldn­ar á Ak­ur­eyri, í Hvera­gerði og Reykja­vík og tóku hundruð manna þátt í þeim.

Að sögn lög­reglu er málið nú í raun í hönd­um eig­and­ans, sem er sögð hafa ætlað að leita sér aðstoðar við að koma hund­in­um til síns heima.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert