Ofsaakstur í Reykjavík um helgina

mbl.is/Júlíus

Tveir ökumenn voru teknir fyrir ofsaakstur í Reykjavík á laugardag. Bíll annars þeirra mældist á 160 km hraða á Sæbraut en bíll hins á 159 km hraða í Ártúnsbrekku. Ökumennirnir eru báðir karlmenn á fertugsaldri, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Annar þeirra hefur nokkrum sinnum áður verið staðinn að hraðakstri en þó ekkert í líkingu við þetta. Sá hinn sami gaf lögreglu þá skýringu að hann hefði verið á leið til kærustunnar sinnar. Spurður frekar út í málið sagði ökufanturinn að hann hefði haft farsímann hennar undir höndum og það hefði ekki mátt þola neina bið að koma gemsanum til skila, samkvæmt frétt frá lögreglunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka