Smíði á Bergey VE gengur vel

Smíði á Bergey VE sem Bergur-Huginn er að láta smíða gengur að óskum. Gert er ráð fyrir að skipið fari reynslusiglingu í þessari viku og verði afhent á næstunni. Þetta kemur fram á sudurland.is.

Guðmundur Alfreðsson, útgerðarstjóri Bergs Hugins sem hefur fylgst með smíðinni undanfarnar vikur segir að Bergey sé mjög vandað skip og ekki síðra en Vestmannaey VE. Bergur-Huginn fékk Vestmanney VE afhenta fyrr á þessu ári og hefur skipið reynst mjög vel, samkvæmt sudurlandi.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert